Skilmálar – KEF SPA

Skilmálar

Við í KEF SPA hlökkum til að taka á móti þér og kappkostum við að veita þér einstaka upplifun og þjónustu. Við kaup á bæði stakri heimsókn og aðildaráskrift samþykkir þú að hlíta þeim umgengnisreglum sem eru í gildi á hverjum tíma, að viðbættum eftirfarandi skilmálum.

  • Viðskiptavinir KEF SPA eru á eigin ábyrgð. Þetta gildir um öll rými svæðisins. KEF SPA er ekki bótaskylt á neinn hátt komi til meiðsla, annarra veikinda eða andláts við heimsókn í KEF SPA.
  • Viðskiptavinir skuldbinda sig til að hlíta umgengnisreglum KEF SPA sem eru í gildi hverju sinni.
  • KEF SPA ber enga ábyrgð á eignum, fatnaði eða öðrum munum viðskiptavinarins. Viðskiptavinir eru hvattir til að geyma verðmæta muni í læstum skápum sem þeir fá úthlutað.
  • Myndataka í búningsklefum er stranglega bönnuð. Myndataka í KEF SPA er eingöngu heimil til einkanota, og nauðsynlegt er að fylgja persónuverndarlögum. Ekki er heimilt að taka myndir í KEF SPA til almannatengsla né auglýsinganota nema með sérstöku leyfi KEF SPA.
  • Nekt er bönnuð á opnum svæðum og skylda er að vera í sundfötum eða viðeigandi klæðnaði þegar þú ert í KEF SPA.
  • Mikilvægt er að virða friðhelgi annarra gesta og skapa ekki óþarfa hávaða eða læti.
  • Reykingar, notkun tóbaks, nikótínpúða og rafsígaretta eru stranglega bönnuð í KEF SPA.
  • Gæta skal varkárni þegar gengið er um blautsvæði (við potta og klefa), þar sem gólf geta verið hál.
  • Allur þjófnaður á munum og vörum í KEF SPA er umsvifalaust kærður til lögreglu.
  • Brot á skilmálum þessum getur valdið brottrekstri úr KEF SPA.
  • Almennt er 25 ára aldurstakmark í KEF SPA.
  • KEF SPA áskilur sér rétt til að neita hverjum sem er aðgangi í KEF SPA, hvort sem er í stökum aðgangi eða áskrift.